Friday, December 13, 2013

Leikir gegn Blikum á sunnud.

Heil og sæl,
Skráning í æfingaleikinn gegn Blikum var þokkaleg en ég hefði samt sem áður viljað fá fleiri með okkur í þetta verkefni. Við leggjum mikla áherslu á að leikmenn/foreldrar láti vita hvort þeir mæti í leiki eða ekki.

Leikirnir gegn Blikum fara fram í Fífunni. A- og B-liðið munu spila 7 á móti 7 en C,D1 og D2 munu spila 5 á 5 á minni völlum. Það getur verið að við þurfum að fá eitthvað lánað úr B-liðinu til að spila með C-liðinu en það mun koma í ljós á sunnudaginn.

A-lið Mæting 11:30. Leikur hefst kl 12:00.
Hulda - Valgerður-Sunna-Áróra-Arna-Dagbjört-Brynja-Matthildur

B-lið. Mæting 12:20. Leikur hefst kl 12:50.
Rakel María-Ylfa-Andrea-Elísa Aðalheiður-Lana-Tinna-Sóley-Ása

C-lið Mæting 13:10. Leikur hefst kl 13:40.
Elín Dagmar-Anna-Marín-Eydís Hallgrímsd. -Kolbrún-Elísa Sigurjónsd.

D1-lið. Mæting 13:10. Leikur hefst kl 13:40.
Hrefna-Kristrún-Sigurrós-Júlía-Dagný Björk -Rannveig

D2-lið. Mæting 14:00. Leikur hefst 14:30.
Helena Rán-Karitas-Elísa Rut-Ástdís-Agnes-Bryndís

Ef þið forfallist látið þá vita strax.

Ef það eru einhverjar spurningar eða annað sendið þá póst á doddason@gmail.com eða bjalla 691-6282.
kv,
Kári Freyr

Knattspyrnuskóli milli jóla og nýárs

Kæru foreldrar/forráðamenn, 

Í desembermánuði stendur FH fyrir knattspyrnuskóla í Risanum, knattspyrnuhöll Hafnafjarðar. Um er að ræða þriggja daga námskeið sem hefst 27. desember. Þetta er í framhaldi af gífurlega vel heppnuðu námskeiði sem var síðastliðin nóvembermánuð. 

Er námskeiðið ætlað bæði strákum og stúlkum sem fædd eru 1998, 1999, 2000, 2001, 2002 og 2003. Um er að ræða kjörið tækifæri fyrir efnilega knattspyrnuiðkendur sem vilja bæta sinn leik og ná enn lengra. Verður hópnum skipt bæði eftir aldri og getu til að tryggja að allir fái sem mest út úr námskeiðinu. Ath. Takmarkaður fjöldi.

Námskeiðið hefst föstudaginn 27. desember og stendur til 29. desember. Æfingarnar fara fram kl: 09.00 – 10:15 (árgangar 1998, 1999 og 2000) og 10:30 – 11:45 (árgangar 2001, 2002 og 2003). Þátttökugjald á námskeiðið er aðeins 5.000 kr. Skráning fer fram á netfanginu: unnar@mss.is

Tuesday, December 10, 2013

Æfingaleikir gegn Blikum. Skrá sig!

Vikan verður fjörug hjá okkur. Við munum æfa á venjulegum tímum í vikunni og á sunnudaginn munum við taka æfingaleik við Breiðablik inni í Fífunni. Skráning er hafin og henni lýkur á fimmtudaginn. A-liðið spilar 12:00, B 12:50, C og D2 kl 13:40 og D2 kl 14:30.
Vinsamlegast skráið ykkur strax því munum ekki taka við skráningu eftir kl 20:00 á fimmtudaginn.
Neðst sjáið þið hverjar eru skráðar. Það er fínt líka að láta vita ef þið komist ekki.

þriðjud. Æfing inni í Kaplakrika 15:10-16:10
miðvikud. æfing inni í Risa 15:00-16:00
fimmtud. Frí Muna að skrá sig
föstud. æfing inni í Risa 15:00-16:00
laugard. Tækniæfing 08:00-09:00 inni í Risa
sunnud. Leikir gegn Breiðablik

Skráðar:
Valgerður Ósk
Hulda Þórlaug
Ingunn Eva
Ása
Ástdís
Tinna
Júlía Rós
Elísa Aðalheiður
Kolbrún
Matthildur
Agnes
Ylfa
Andrea
Anna
Áróra
Sunna
Brynja
Lana
Elín Dagmar
Sóley
Karitas
Álfheiður
Hrefna
Rakel María
Marín
Kristrún
Bryndís Lóa

Þessar hafa boðað forföll:
Auður
Ásrún
Lilja

Friday, December 6, 2013

Æfing fellur niður

Heil og sæl,

þar sem það er skítakuldi úti og þar af leiðandi ennþá meiri skítakuldi inni í Risa þá fellur niður æfingin í dag.
Tækniæfing á morgun kl 08:00 í Risanum er ennþá sett en fylgist með því það gæti verið að hún falli niður einnig.
Næsta æfing verður því á þriðjudaginn næstkomandi.
Vinsamlegast látið þetta ganga.

Næstu helgi þ.e.a.s. 15.des verður væntanlega æfingaleikir gegn Breiðablik inni í Fífu. Stefnt er að fara með 5 lið.
Skráning er hafin á facebook síðu okkar. Vinsamlegast látið vita ef þið komist. Við reiknum með að hvert lið fái 1 leik (2x20 mín) og verður spilað frá sirka 12:00-16:00.


kv,

Kári Freyr

Tuesday, December 3, 2013

2.des -8.des

Heil og sæl,

við erum að reyna finna tíma til að spila æfingaleik gegn Álftanesi en veðrið er kannski alveg að leika við okkur núna. Vikan verður því hefðbundin.

mánud. Frí
þriðjud. æfing 15:10-16:10
miðvikud. æfing 15:00-16:00 Risanum.
fimmtud. Frí
Föstud. æfing 15:00-16:00 Risanum.
laugard. 08:00-09:00 tækniæfing í Risanum.
sunnud. 14:00-15:00 æfing inni í Risa.

kv,
Þjálfarar

Monday, November 25, 2013

25.nóv- 1. des

Vikan:
mánud. Frí
þriðjud. Æfing inni í Kaplakrika 15:10-16:10
miðvikud. Æfing inni í Risa. 15:00-16:00
fimmtud. Frí
föstud. Æfing inni í Risa 15:00-16:00
laugard. Tækniæfing inni í Risa 08:00-09:00
sunnud. Frí- Einhverjar að spila með 4.fl

Við munum klára testin í þessari viku. Ég mun setja inn upplýsingar um hvernig hver könnun er uppbyggð þannig þið getið prófað ykkur heima.

Við mælum svo með kvöldæfingunum. Fínt að taka þær heima á hverjum degi. Tekur í mesta lagi 15 mínútur.

Þið getið séð þær hérna á síðunni uppi hægra meginn.
kv,
Þjálfarar

Wednesday, November 6, 2013

Keflavíkurmót

Það er skipt upp í deildir en ekki hefðbundin A,B,C og D lið.

Skipt verður upp í ensku-íslensku-spænsku og þýsku deildina.

Þeir leikmenn sem eru í spænsku og þýsku deildinni eiga að spila frá 12:30-15:30 en þeir leikmenn sem eru í ensku og íslensku deildinni spila frá 15:30-18:30. Allir leikir eru í Reykjaneshöllinni og kostar 2000 krónur sem þarf að greiða á laugardaginn.

svona verða liðin:

enska-deildin
Hulda - Valgerður-Sunna-Áróra-Matta-Arna-Andrea

íslenska-deildin
Rakel-Tinna-Ingunn Eva-Elísa Aðalheiður-Ylfa-Lana-Brynja-Urður Vala

spænska-deildin
Ása-Marín-Kolbrún Elma-Auður-Júlía Rós-Sóley-Álfa-Anna-Þórdís

þýska-deildin
lið 1
Kristrún-Lilja-Birna Vala-Elín-Hrefna-Ásrún-Sigurrós-Lísa-Ástdís

Lið 2
Karitas-Agnes-Emilia Rós-Aníta Ágústa-Bryndís Lóa-Elísa-Dagný-Helena Rán-Hanna Rún

Við æfum svo á föstudaginn. Leikjaplan fyrir hvert lið fyrir sig kemur væntanlega inn á morgun.

Ef það eru einhverjar spurningar þá er hægt að senda mér skilaboð hérna á facebook eða doddason@gmail.com

kv,
Kári Freyr

Tuesday, October 29, 2013

Skráning í Keflavíkurmótið

Sæl,
vikan verður svona:
þriðjud. 15:10-16:10 inni í Krika
miðvikud. 15-16 inni í Risa
fimmtud. frí
föstud. 15-16 inni í Risa.

Laugardaginn 9.nóv fer fram mót í Keflavík. Það kostar 2000 krónur og hefst skráning strax í dag. Þið þurfið að kommenta á facebook, setja á bloggsíðuna okkar eða senda mér mail á doddason@gmail.com. Þetta þarf að gerast sem fyrst því ég þarf að senda inn fjölda liða á fimmtudaginn.

Aðeins þeir leikmenn sem hafa greitt æfingagjöldin geta skráð sig á mótið.

Við minnum svo á akademíuna. Skráning er hafin á fh.felog.is og kostar 14000 krónur. Sjá nánar á auglýsingunni 




kv,
Þjálfarar

Tuesday, October 15, 2013

Halda á lofti vikan að byrja

Heil og sæl,
vikan verður svona:
þriðjud. æfing 15:10-16:10 inni í Kaplakrika. Stelpurnar fá halda á lofti miða.
miðvikud. 15-16 inni í Risa
fimmtud. Frí
föstud. 15-16 inni í Risa.
helgin: Frí

Á morgun þriðjudag, fá stelpurnar miða með sér heim. Þær eiga að skrá á miðann núverandi met í að halda á lofti og svo eiga þær að setja sér raunhæft markmið fyrir vikuna. Á hverjum degi eiga þær svo að skrá niður hvað þær ná mest að halda á lofti.
Þær skila svo miðanum til mín eftir viku.

Miðann má finna á facebook síðu flokksins en þar getið þið líka prentað miðann út.
kv,
Þjálfarar


Skilaboð frá BUR
Treyjusala og skráningardagur yngri flokka knattspyrnudeildar FH. Laugardaginn 19 okt. kl 13-14:30 verða seldar treyjur til iðkenda yngri flokka FH, verðin eru 3.500kr. fyrir síðerma treyju og 4.000kr. fyrir stutterma treyju, og eru treyjurnar með merkingum en án númers og nafns. Einnig verðum við til taks og veitum forráðamönnum aðstoð með skráningu ef þörf er á.

Friday, October 4, 2013

Mótið um helgina

Heil og sæl,

hér má sjá leikjaplanið hjá stúlkunum um helgina. Það er mæting hjá öllum liðum 30 mínútum fyrir fyrsta leik. Þannig að A1 og A2 mæta 08:00 og B-liðið mætir þá t.d. 08:30. 

Mæting er inn í Egilshöll með keppnistreyjur. Það er ágætlega hlýtt inni í Egilshöll þannig þið getið verið a stuttbuxum. 

Munið eftir 1500 krónunum því það þarf að greiða fyrir fyrsta leik.

Ef það eru einhverjar spurningar þá bara bjalla eða senda mér tölvupóst. Doddason@gmail.com

kv,

Kári Freyr

Lið A1
Hulda-Valgerður-Sunna-Áróra-Brynja
Leikir:
08:30 Víkingur völlur 2
09:30 Valur völlur 2
10:30 Breiðablik1 völlur 1

Lið A2
Rakel-Arna-Andrea-Ylfa-Matta
Leikir:
08:30 Þróttur völlur 6
09:30 Breiðablik2 völlur 7
10:30 Afturelding völlur 6
11:30 Fram völlur 5

Lið B
Álfheiður-Tinna-Melkorka-Valdís-Þórdís
Leikir:
09:00 Víkingur1 völlur 2
10:00 Valur völlur 2
11:00 Breiðablik völlur 1

Lið C1
Lana-Ása-Elísa (eldra árinu)-Sóley-Urður
Leikir:

13:00 Víkingur völlur 2
14:00 Valur1 völlur 2
15:00 Breiðablik 1 völlur 1

Lið C2
Kolbrún-Kristrún-Júlía-Marín-Birna

Leikir:
13:00 Þróttur völlur 2
14:00 Breiðablik2 völlur 3
15:00 Valur2 völlur 6
16:00 Fram völlur 5

Lið D1
Hrefna-Ásrún-Klara-Lísa-Anina-Auður
Leikir:
13:30 Víkingur völlur 2
14:30 Valur völlur 2
15:30 Breiðablik völlur 1

Lið D2
Aníta Ágústa-Hanna-Helena Rán-Dagný-
-Elísa (yngra árinu)
Leikir:
13:30 Þróttur völlur 7
14:30 Fram völlur 8
15:30 Afturelding völlur 8

Lið D3
Agnes-Lilja Ársól-Anna-Karitas-Bryndís Lóa

Leikir:
13:30 Fjölnir völlur 6
14:30 Breiðablik2 völlur 6
15:30 Fram völlur 5

Thursday, October 3, 2013

Liðin fyrir Fruitshoot-mótið á sunnudaginn

Heil og sæl,

Liðin fyrir Fruitshoot mótið verða eins og sést hér fyrir neðan. Tímasetning kemur inn eftir hádegi í dag býst ég við en ég er ennþá að bíða eftir henni frá mótsstjórn.

Athugið að það eru 5 í öllum liðum nema einu þá eru 6. Það spila því allar alla leikina. Við munum lítið skipta okkur af liðunum en að sjálfsögðu munum við reyna að fylgjast vel með. Þetta er jú bara okkar fyrsta mót og því tekur það okkur smá tíma að skoða ykkur. Ekki fara í eitthvað panic ef þið eruð ekki með einhverjum stelpum sem þið eruð bestu vinkonur með. Þetta er bara fyrsta mótið af mörgum :)

Lið 1
Rakel-Arna-Andrea-Ylfa-Matta

Lið 2
Hulda-Valgerður-Sunna-Áróra-Brynja

Lið 3
Álfheiður-Tinna-Melkorka-Valdís-Þórdís

Lið 4
Lana-Ása-Elísa (eldra árinu)-Sóley-Urður

Lið 5
Hrefna-Ásrún-Klara-Lísa-Anina-Auður

Lið 6
Kolbrún-Kristrún-Júlía-Marín-Birna

Lið 7
Aníta Ágústa-Bryndís Lóa-Hanna-Helena Rán-Dagný

Lið 8
Agnes-Lilja Ársól-Ástdís-Karitas-Elísa (yngra árinu)

Ef það eru einhverjar spurningar hafið þá samband.
kv
Kári Freyr

Tuesday, October 1, 2013

Vikan + æfingagjöld.

Heil og sæl,

Núna fer ný vika af stað.

Mánud. Frí
þriðjud. æfing inni í Kaplakrika 15:10-16:10
miðvikud. æfing inni í Risa 15-16 - Ath foreldrafundur um kvöldið kl 20:00 i Kaplakrika.
fimmtud. frí
föstud æfing inni í Risa 15-16
laugard. frí
sunnud. mót í Egilshöll.

Æfingagjöld.
Nú er hægt að skrá og greiða æfingagjöld, upplýsingar eru á heimasíðu FH. Athygli er vakin á því að það er töluvert hagstæðara að skrá iðkendur allt árið en það er einugis hægt til 20. október.
http://www.fh.is/Fotbolti/Aefingagjold/

kv,

Þjálfarar

Monday, September 23, 2013

Vikan 23.-29.sept - Foreldrafundur 2.okt

Heil og sæl,
vikan verður svona:
mánud. frí
þriðjud. æfing 15-16 inni í Kaplakrika.
miðvikud. æfing 15-16 inni í Risa
föstud. æfing 15-16 inni í Risa.
laugard. frí
sunnud. Litla lokahófið.
Vid munum leyfa ykkur ad ráda eflaust lidunum a morgun. Tad verda sirka 6 saman i lidi og tarf hvert lid ad vera med myndavél eda sima med myndavel. Tad má vera á hjólum. Vid eigum pantad i lasertag kl 14:00 og turfid tid ad koma ykkur tangad eftir lasertagid. Tid faid ad borda um 15 thannig tad er spurning ad taka e-d med sér ad narta í yfir daginn. Hlakka til ad sja ykkur a morgun. Vid byrjum kl 10:00. Munid eftir myndavelunum.

Foreldrar athugið:
Það verður ekki hægt að byrja að skrá iðkendur inn í Nora fyrr en þann 26. september. 
Tímabilið byrjar 1. október. 
Við hvetjum sem flesta til að skrá sig þá allt árið en það er talsvert ódýrara að skrá allt árið en alltaf eitt stakt tímabil.

Ath.
Foreldrafundur verður haldinn 2.október kl 20:00 í veislusal Kaplakrika. 

Monday, August 19, 2013

Leikir gegn Aftureldingu á morgun (þriðjudag)

Sælar,
Leikir gegn Aftureldingu á morgun. A-liðið spilar kl 17:00 en B-liðið kl 17:50. Báðir leikir eru á Tungubakkavelli í Mosfellsbænum.
A-lið
Hafrún-Fanney-Sigrún-Karólína-Kristín-Katrín-Helena-Diljá Ýr-Valgerður
B-lið
Hulda-Lilja-Sunna-Koldís-Úlfa-Arna-Þórey-Brynja-Áróra-Erla

Vinsamlegast látið vita ef þið komist ekki.
kv,
Þjálfarar

Wednesday, August 14, 2013

Leikir gegn Stjörnunni á föstudaginn

Sælar stúlkur,
Fínir leikir í dag. Á morgun er frí en á föstudaginn eru leikir hjá A,B og C-liðum gegn Stjörnunni. Allir leikirnir fara fram upp á Kaplakrika. A og C kl 17:00 en B kl 17:50.

Það eru sömu lið og voru gegn Fylki. Ef Sunna Dis verður komin þá mætir þú með B-liðinu.

Vinsamlegast látið vita ef þið komist ekki.
kv,
Þjálfarar

Tuesday, August 13, 2013

Leikir gegn Fylki

Leikir á morgun gegn Fylki á Kaplakrikavelli. 
A og C spila kl 17:00 en B, D1 og D2 spila kl 17:50. 
Mæting er 30 mínútum áður en leikirnir hefjast.
A-lið
Hafrún
Sigrún
Fanney
Karólína
Diljá Ýr
Helena Ósk (C)
Kristín Alda
Katrín

B-lið
Hulda
Valgerður (C)
Úlfa
Koldís
Lilja
Áróra
Arna
Þórey
Erla
Brynja Rut

C-lið
Rakel
Diljá Birna
Inga Halla
Ingunn 
Andrea
Kolbrún (C)
Matthildur
Guðrún Elín
Ylfa
Lovísa

D1-lið
Tinna
Birna Vala
Melkorka
Valdís
Íris
Sóley
Elísa
Ása
Álfheiður Dís
Ásta Bína (C)

D2-lið
Hrefna
Urður
Ásrún
Kristrún
Elín
Sigurrós
Kristín
Snædís (C)
Olga
Klara
Rannveig Björgvinsdóttir

Vinsamlegast látið vita ef þið komist ekki!

Friday, July 12, 2013

Leikir á mánud.

Leikir gegn Víkingum sem átti að fresta verða á mánudaginn. Þjálfari Víkings var búinn að gefa það út að leikjunum yrði frestað en hætti svo við.
Ég veit að það eru margar komnar í frí og annað en þetta er bara verkefni sem við verðum að takast á við.

Ég þarf því að vita núna strax í dag hverjir eru að fara komast í leikina. Liðin og tímasetningar koma inn um leið og þið eruð búnar að staðfesta ykkur.
Allir leikir eru á Víkingsvelli. A og C spilar kl 17:40 en B og D1 kl 18:30
Vinsamlegast látið berast!!!

Tuesday, July 2, 2013

Athugið

Eftir að hafa íhugað þetta vandlega höfum við ákveðið að taka ekki þátt í símamótinu. Skráning hefur ekki verið upp á marga fiska og munum við reyna að fá æfingaleiki og gera eitthvað frekar eitthvað annað við þann pening sem hefði annars farið í mótið.

Símamótið

Fyrir símamótið: 
Þessar hafa skráð sig:
Diljá ýr
Elísa
Sóley
Þórey
Guðrún Elín
Inga Halla
Katrín Þórhalls
Valgerður
Ása Kristín
rakel
Ingunn eva
Brynja
Eygerður
Kolbrún
Ásrún
Kristrún Lena
Hrefna

Þessar hafa boðað forföll:
Koldís
Fanney
Karólína
Sunna
Hulda
Hafrún
Arna
Tinna
Urður
Andrea
Birna Vala
Erla

Aðrar eiga eftir að skrá sig. Vinsamlegast gerið það strax. Frestur til að skrá sig lýkur á miðnætti í kvöld (þriðjudag)

Monday, July 1, 2013

1.-7.júlí

Sælar stúlkur,
Á morgun (þriðjudag) eru leikir hjá A og B-liðinu í Grindavík. Mæting kl 14:25 hjá báðum liðum á Grindarvíkurvöll. Æfing hjá hinum upp á gervigrasi kl 11:00

A-lið
Hafrún-Fanney-Sigrún-Helena (F)-Diljá Ýr-Kristín Alda-Katrín- Valgerður-Úlfa

B-lið

Hulda-Koldís-Lilja-Áróra-Eygerður-Þórey-Arna-Brynja-Andrea-Diljá BirnaLeikir hjá D2 og C-liðinu fara væntanlega fram á fimmtudaginn kl 16:00 upp á Kaplakrika.Látið vita ef þið komist ekki í leikina.

Skráning á símamótið er í gangi og við þurfum að fá svör strax upp á hvort við förum á þetta mót eða ekki.



Tuesday, June 11, 2013

Mæting á morgun kl 12:30

Vegna Pæjumóts.
Mæting í Kaplakrika 12:30, stefnum á að fara af stað kl 13:00. Munið að nesta stelpurnar fyrir rútuferðina.
Mæting í bláu adidas-bolunum sem þið voruð að fá og íþróttafötum. (svörtum og hvítum)

sjáumst á morgun :)

Monday, June 10, 2013

Fundur og treyjur á morgun

Minnum á fundinn á morgun kl 15:00 upp í Kaplakrika. Stuttur fundur þar sem þið fáið bláu treyjurnar. Ekki verður hefðbundin æfing. Einnig verður hægt að sækja hvítu treyjuna. 2500 fyrir þær sem ekki létu merkja treyjuna. 3000 kr fyrir þær sem létu merkja treyjuna. Ath það þarf að greiða með peningum en ekki korti.

Wednesday, June 5, 2013

Leikir hjá D2 gegn Blikum á morgun

Ásrún
Klara
Kristrún
Hrefna
Rannveig
Olga
Kristín Bjarna
Snædís
Elín
Sigurrós
Birna
Tinna (6.fl)
Urður

Það er mæting á morgun (fimmtudaginn) kl 15:10 grasið fyrir utan Fífuna en ekki hjá Sporthúsinu. Leikurinn hefst kl 15:40

Gríðarlega mikilvægt að láta vita ef þið komið ekki.

Látið berast.
kv,
KF

Monday, June 3, 2013

Vikan

Sælar stúlkur,
Næsta vika verður svona:
Þriðjud. Dansæfing inni í Kaplakrika hefst kl 15:40 en einnig verðu mátun á búningum fyrir sumarið þær sem ætla að panta búninga. Fínt ef foreldrar komast með.
miðvikud. æfing inni í Risa
fimmtud. Leikur hjá D2 gegn Breiðablik. Leikurinn fer fram á Smárahvammsvelli í Kópavoginum( Hliðina á Sporthúsinu)
Mæting er 15:10 og hefst leikurinn kl 15:40. Munið að láta vita ef þið komist ekki!
Ásrún
Klara
Kristrún
Hrefna
Rannveig
Olga
Kristín Bjarna
Snædís
Elín
Sigurrós
Birna
Föstud. Leikir hjá A og B gegn ÍR/Leikni. A spilar kl 17:00 en B-liðið kl 17:50. Mæting hjá báðum liðum 35 mínútum fyrir leik. Liðin sett inn á miðvikudaginn


Helgin: Byrja að pakka fyrir eyjar..... :)

kv,
Kári Freyr

Wednesday, May 29, 2013

Leikir C og D! frestast

ATH. C-liðs leikurinn hefur verið færður. Það er eitthvað vesen í leikjaplaninu en hann á að fara fram 20.júní. Afsakið þetta. Látið berast!!

ATH leikurinn hjá D1 frestast að beiðni þjálfara Fram. Nánar auglýst síðar.

Leikir A og B standa hinsvegar og verða á morgun (fimmtudag)

Monday, May 27, 2013

Dagskrá vikunnar

Sælar stúlkur,
Vikan verður svona hjá okkur:
Þriðjud. Æfing upp á gervigrasi 15:00-16:00
Miðvikud. Æfing inni í Risa 15:00-16:00
Fimmtud. Leikir hjá A,B,C og D1. Fyrsti leikur D2 er 6.júní. A og B keppa gegn Þrótti upp á Kaplakrika og D1 keppir gegn Fram einnig upp á Kaplakrika. C-liðið keppir hinsvegar aftur gegn Breiðablik á Smárahvammsvelli.

Um kvöldið er svo verðlaunaafhending fyrir faxaflóamótið. Í hálfleik í bikarleik FH og Keflavíkur fáið þið verðlaunin.

föstud. Æfing inni í Risa 15-16
Frí um helgina.


Við minnum svo á póstinn varðandi pæjumótið. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir kostnaði upp á 27000 kr. Staðfestingargjaldið var 5000 krónur sem dregst frá þessu svo að lokagreiðslan verður kr 22000.

Greiðslu skal inna hendi á reikning: 140-25-060125, kt. 5707060120, tilkynningu skal svo senda á netfangið paejumot2013@gmail.com þar sem nafn barns sem greitt er fyrir skal getið til að auðvelda alla úrvinnslu.

Liðin fyrir fimmtudaginn. Ef þið komist ekki látið þá vita strax!

A-lið. Mæting 16:25 upp á Kaplakrika. Leikur hefst kl 17:00
Hafrún
Valgerður
Fanney
Karólína (F)
Helena Ósk
Diljá Ýr
Kristín Alda
Katrín
Úlfa

B-lið. Mæting 17:15 upp á Kaplakrika. Leikur hefst kl 17:50
Hulda
Sunna (F)
Eygerður
Koldís
Þórey
Lilja
Áróra
Arna 6.fl
Diljá Birna

C-lið. Mæting kl 14:25 upp á Smárahvammsvöll (hjá sporthúsinu). Leikur hefst kl 15:00
Rakel
Matta
Kolbrún (F)
Guðrún Elín
Petra
Erla
Andrea
Ingunn
Ylfa
Lovísa

D1-lið. Mæting kl 17:15 upp á Kaplakrika. Leikur hefst kl 17:50
Elísa (F)
Melkorka
Ása
Ásta Bína
Valdís
Íris
Marín
Þórdís
Inga Halla
Sóley

Friday, May 24, 2013

Leikir gegn Blikum á laugardag

Fyrstu leikir í Íslandsmótinu á laugardaginn hjá A,B,C og D1. D2 spilar sinn fyrsta leik næsta fimmtudag.

Leikirnir verða spilaðir inni í Fífu. A og C kl 11:00 en B og D1 kl 11:50. Mæting er 35 mínútum fyrir leik. Öll forföll þarf að tilkynna strax.

A-lið
Hafrún
Sigrún
Fanney
Karólína (F)
Helena Ósk
Diljá Ýr
Kristín Alda
Katrín
Valgerður

B-lið
Hulda
Sunna
Eygerður
Koldís
Þórey
Lilja
Úlfa(F)
Arna
Diljá Birna
Áróra

C-lið
Rakel
Matta
Kolbrún (F)
Tara
Petra
Erla
Andrea
Ingunn
Ylfa
Lovísa

D1-lið
Elísa
Melkorka
Ása
Ásta Bína
Valdís
Íris
Marín
Þórdís
Inga Halla
Guðrún Elín

Ef það eru einhverjar spurningar hafið samband 691-6282 eða doddason@gmail.com

Thursday, May 23, 2013

Leikir hjá D-liðum á morgun.

D1 og D2 liðin eiga að keppa á morgun. Mæting er hjá báðum liðum kl 14:30 inn í Risa. Við byrjað spila í kringum 15:10 D1 og 15:50 D2.

Þessar eiga að mæta:
Elín-Snædís-Kristín Bjarna-Rannveig-Hrefna-Kristrún-Klara-Ásrún-Elísa-Melkorka-Valdís-Inga Halla-Marín-Birna-Íris-Þórdís-Sigurrós-Matta-Olga-Ásta Bína og Guðrún Elín.

Vinsamlegast látið vita ef þið komist ekki.
kv,
Þjálfarar

Frí fyrir hinar. Liðin fyrir laugardaginn koma inn í kvöld/morgun. A og C kl 11:00 í Fífunni og B og D1 kl 11:50.

Tuesday, May 21, 2013

Leikmannafundur

Jæja þetta er komið á hreint
Fimmtudaginn 23.maí er leikmannafundur. Svona verður þetta:
15:30 mæting upp í Kaplakrika.
15:30-16:30 leikmannafundur. Liðin fyrir pæjumót kynnt, númerin á búninga gefin upp, markmiðasetning fyrir sumarið og almennt spjall.
16:30-17:15 Matur
17:15-17:30 tiltekt
17:30-18:30 Foreldrafundur í Kaplakaffi. (Veislusalurinn er upptekinn)

Sjálfboðaliðar til að elda eitthvað vantar!!! Vinsamlegast sendið mér mail á doddason@gmail.com

Ef það fást engir sjálfboðaliðar í matargerð þá verður það bara pizza.

Mæting með 500 krónur og eitthvað að drekka.

Föstudaginn 24.maí verða eflaust síðustu leikir hjá D-liðunum gegn Þrótti Vogum. Nánar á morgun (miðvikudag)

Minni á æfinguna kl 15:00-16:15 upp á gervigrasi í dag.
kv,
KFD

Sunday, May 19, 2013

Æfingar í sumar og knattspyrnuskólinn

Æfingatafla sumarsins verður sem hér segir:
mánud. 11:00-12:30 gervigras
þriðjud. 11:00-12:30 gervigras
miðvikud. 11:00-12:30 gervigras
fimmtud. 11:00-12:30 gervigras

Inn í þetta koma leikir en það verða ekki æfingar væntanlega ef leikir eru sama dag. Það getur verið að við verðum eitthvað inni í Risa.

Við minnum svo á knattspyrnuskólann. Það er byrjað að skrá. Við hvetjum allar til að mæta.

Námskeið hjá eldri hópi (börn fædd 2000-2002)

1. námskeið 10. - 14. júní

2. námskeið 18. - 21. júní (4 dagar)

3. námskeið 24. - 28. júní

4. námskeið 8. - 12. júlí

5. námskeið 12. - 16. ágúst

Knattspyrnuskólinn stendur yfir frá 13.00-15.00 fyrir 10-13 ára.
Áhersla er lögð á að bæta tæknilega getu krakkana og verður farið markvisst í alla grunnþætti knattspyrnunnar. Unnið verður í nánu samstarfi við þjálfara 5. og 4. flokka karla og kvenna, svo álagið verði ekki of mikið á krakkana þegar kemur að leikjum og æfingum hjá flokknum.
Dagskráin verður brotin upp nokkrum sinnum yfir sumarið, farið í ferðir, sett upp í knattþrautir og fótboltagolfmót auk þess að heimsóknir frá þekktu knattspyrnufólki verða á döfinni.
Verð fyrir hvert námskeið: 5000 kr.(4000 kr. á 2. námskeið). 15.000 kr. fyrir allt sumarið.
Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum NORA-kerfið og hefst 15. maí næstkomandi.

Friday, May 17, 2013

Leikmannafundurinn

Þessi leikmannafundur ætlar eitthvað að verða erfiður. Stefnan er að fresta leikjunum gegn Blikum fram á fimmtudaginn og reyna þá að taka leikmannafundinn á miðvikudaginn. Hann yrði þá strax eftir æfingu kl 16:00. Smá fundur, farið yfir liðin fyrir pæjumótið, númer kynnt. Að því loknu yrði farið í að snæða eitthvað gott pasta/kjúklingasalat. Eftir að stúlkurnar verða búnar að hakka í sig tæki svo foreldrafundur við um kl 18:00. Hljómar þetta ekki eins og mjöööög gott plan? Það væri þá afar ljúft ef einhverjir góðir feður gætu tekið þátt í að búa til matinn fyrir stelpurnar. Ef pabbarnir komast ekki þá geta mömmurnar hlaupið í skarðið.

Wednesday, May 15, 2013

Leikmannafundur frestast!


Sæl stúlkur,
leikmannafundinum verður því miður frestað þar sem ég er veikur. Væntanlega munum við halda fundinn næstkomandi sunnudag. Vinsamlegast látið berast.

Tuesday, May 14, 2013

Leikmannafundur á morgun(miðvikudag)

Leikmannafundur á morgun (miðvikudag) frá kl 16:00-17:30 upp í Kaplakrika strax eftir æfingu. Mæta með 500 krónur og eitthvað að drekka. Tilkynnum liðin fyrir pæjumótið, hvaða númer þið fáið á keppnistreyjurnar og ræðum aðeins um sumarið.

Wednesday, May 8, 2013

Leikir á laugardaginn!

A,B og C-lið keppa á laugardaginn. A og C kl 13:00 og er mæting kl 12:30. B keppir kl 13:50 og er mæting kl 13:20. Þetta eru síðustu leikir liðina á Faxaflóamótinu. Leikirnir fara fram upp á gervigrasinu í Kaplakrika.

A-lið
Hafrún 
Sigrún 
Fanney 
Karólína (F)
Helena
Kristín Alda
Diljá Ýr 
Úlfa

B-lið
Hulda
Valgerður
Sunna(F)
Þórey
Lilja
Arna
Eygerður
Koldís
Diljá Birna 
Brynja 

C-lið
Rakel
Andrea
Ingunn
Kolbrún (F)
Tara
Petra
Matta
Áróra
Erla
Ylfa

Vinsamlegast látið vita ef þið komist ekki.