Friday, May 17, 2013
Leikmannafundurinn
Þessi leikmannafundur ætlar eitthvað að verða erfiður. Stefnan er að fresta leikjunum gegn Blikum fram á fimmtudaginn og reyna þá að taka leikmannafundinn á miðvikudaginn. Hann yrði þá strax eftir æfingu kl 16:00. Smá fundur, farið yfir liðin fyrir pæjumótið, númer kynnt. Að því loknu yrði farið í að snæða eitthvað gott pasta/kjúklingasalat. Eftir að stúlkurnar verða búnar að hakka í sig tæki svo foreldrafundur við um kl 18:00. Hljómar þetta ekki eins og mjöööög gott plan? Það væri þá afar ljúft ef einhverjir góðir feður gætu tekið þátt í að búa til matinn fyrir stelpurnar. Ef pabbarnir komast ekki þá geta mömmurnar hlaupið í skarðið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment