Æfingatafla sumarsins verður sem hér segir:
mánud. 11:00-12:30 gervigras
þriðjud. 11:00-12:30 gervigras
miðvikud. 11:00-12:30 gervigras
fimmtud. 11:00-12:30 gervigras
Inn í þetta koma leikir en það verða ekki æfingar væntanlega ef leikir eru sama dag. Það getur verið að við verðum eitthvað inni í Risa.
Við minnum svo á knattspyrnuskólann. Það er byrjað að skrá. Við hvetjum allar til að mæta.
Námskeið hjá eldri hópi (börn fædd 2000-2002)
1. námskeið 10. - 14. júní
2. námskeið 18. - 21. júní (4 dagar)
3. námskeið 24. - 28. júní
4. námskeið 8. - 12. júlí
5. námskeið 12. - 16. ágúst
Knattspyrnuskólinn stendur yfir frá 13.00-15.00 fyrir 10-13 ára.
Áhersla er lögð á að bæta tæknilega getu krakkana og verður farið markvisst í alla grunnþætti knattspyrnunnar. Unnið verður í nánu samstarfi við þjálfara 5. og 4. flokka karla og kvenna, svo álagið verði ekki of mikið á krakkana þegar kemur að leikjum og æfingum hjá flokknum.
Dagskráin verður brotin upp nokkrum sinnum yfir sumarið, farið í ferðir, sett upp í knattþrautir og fótboltagolfmót auk þess að heimsóknir frá þekktu knattspyrnufólki verða á döfinni.
Verð fyrir hvert námskeið: 5000 kr.(4000 kr. á 2. námskeið). 15.000 kr. fyrir allt sumarið.
Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum NORA-kerfið og hefst 15. maí næstkomandi.
No comments:
Post a Comment