Tuesday, October 15, 2013

Halda á lofti vikan að byrja

Heil og sæl,
vikan verður svona:
þriðjud. æfing 15:10-16:10 inni í Kaplakrika. Stelpurnar fá halda á lofti miða.
miðvikud. 15-16 inni í Risa
fimmtud. Frí
föstud. 15-16 inni í Risa.
helgin: Frí

Á morgun þriðjudag, fá stelpurnar miða með sér heim. Þær eiga að skrá á miðann núverandi met í að halda á lofti og svo eiga þær að setja sér raunhæft markmið fyrir vikuna. Á hverjum degi eiga þær svo að skrá niður hvað þær ná mest að halda á lofti.
Þær skila svo miðanum til mín eftir viku.

Miðann má finna á facebook síðu flokksins en þar getið þið líka prentað miðann út.
kv,
Þjálfarar


Skilaboð frá BUR
Treyjusala og skráningardagur yngri flokka knattspyrnudeildar FH. Laugardaginn 19 okt. kl 13-14:30 verða seldar treyjur til iðkenda yngri flokka FH, verðin eru 3.500kr. fyrir síðerma treyju og 4.000kr. fyrir stutterma treyju, og eru treyjurnar með merkingum en án númers og nafns. Einnig verðum við til taks og veitum forráðamönnum aðstoð með skráningu ef þörf er á.

No comments:

Post a Comment