Teygjur
Nokkur heilræði þegar þið eruð að teygja.
1. Það er hægt að teyja hvar sem er, hvenær sem er.
2. Haldið hverri teygju í um 20 sekúndur.
2. Haldið hverri teygju í um 20 sekúndur.
3. Þið eigið að finna pínu eins og bruna tilfinningu þegar þið eruð að
teygja.
4. Ekki gleyma að anda þegar þið eruð að teygja. Anda rólega. Inn um nefið,
út um munninn.
5. Ekki “dúa” í teygjunni. Haldið teygjunni og sleppið síðan rólega.
6. Reynið að teygja strax eftir æfingu. Það má alveg teygja þegar þið eruð
komnar heim.
7. Teygjur gerir ykkur liðugar og þær koma í veg fyrir meiðsli. Verið
duglegar að gera þær eftir æfingar en passið að ofreyna ykkur ekki 



2. Rólega snúið upp á efri líkamann í aðra áttina.
3. Haldið teygjunni og farið svo rólega til baka.
4. Gerið það sama í hina áttina.
1. Styðjið ykkur við eitthvað eða setjist á stól.
2. Snúið ökklanum í 10 hringi réttsælis og 10 hringi rangsælis.
3. Gerið báða ökkla.

- Standið
örlítið frá veggnum og leggið hendurnar á vegginn. Leggið höfuðið á
hendurnar.
- Setjið
hægri fótinn fyrir framan ykkur örlítið beygðan og vinstri fótinn beinan
út að aftan.
- Rólega
ýtið mjöðmunum fram þangað til þið finnið teygju aftan á vinstri kálfanum.
- Skiptið
um fót og gerið alveg það sama.

- Standið
á hægri fæti og takið utan um vinstri fótinn með hægri hendi.
- Spyrnið
örlítið á móti eins og þið séuð að losa fótinn úr hendinni.
- Gerið
það sama við hinn fótinn. Athugið þið getið haldið í eitthvað ef þið
missið jafnvægið.

- Standið
með fæturnar í sundur.
- Beygið
ykkur í hnjánum, með beint bak og haldið í 20 sekúndur.

- Standið
vel sundur með fæturnar
- Beygið
hægra hnéð örlítið og hallið mjöðmunum að hægri fætinum með vinstri fót
beinan.
- Þið
eigið að finna teygju innan á lærinu. Skiptið síðan um fót.

- Sitjið
á gólfinu með hægri fót beinan. Krossið vinstri fót yfir þann hægri.
- Tosið
vinstri fót í átt að hægri öxlinni og haldið teygjunni.
- Þið
eigið að finna teygju utan á lærinu. Skiptið síðan um fót.

- Sitijð
á gólfinu með vinstri fótinn beinan en hægri fótinn krossaðan yfir
vinstri.
- Setjið
vinstri olnboga utan á hægra hnéð og snúið upp á líkamann.
- Horfið
til baka og haldið teygjunni.
- Skiptið
síðan um fót

- Sitjið
á gólfinu með hægri fótinn beinann og vinstri fóturinn beygðann inn að
hægri hnésbótinni.
- Hafið
bakið beint og rólega teygið ykkur að tánum á hægri fæti.
- Reynið
að ná eins langt og þið getið þangað til að teygjan er orðin fín.
- Haldið
teygjunni og skiptið svo um fót.

- Leggist
á gólfið.
- Teygið
hendurnar fyrir ofan hausinn og teygið tærnar og allan fótinn í hina
áttina.
- Gerið
ykkur eins langar og þið getið.
- Haldið
í um 5 sekúndur og gerið 3 sinnum með pásum.
No comments:
Post a Comment