Ég vona að sem flestar hafa tekið þátt í flöskusöfnuninni fyrir Pæjumótið. Síðast náðist ágætis peningur út úr þessu og vonandi að það hafi komið annað eins inn í þessari söfnun.
Á föstudaginn voru mátaðir bolirnir sem þið fáið fyrir pæjumótið. Allar stelpur sem æfa með flokknum munu fá boli. Þið munuð væntanlega fá þá rétt fyrir mót. Það var einnig valinn FH-ingur mánaðarins á föstudaginn og var það að þessu sinni Marín. Til hamingju Marín :) Mynd kemur á næstu dögum.
Núna fer faxinn aftur að byrja eftir smá páskapásu. Næstu leikir eru um helgina hjá öllum liðum.
A og B fara inn í Grindavík að spila gegn Grindavík en C, D1 og D2 spila gegn Blikum í Fagralundi í Kópavogi.
Ég mun setja liðin inn eftir miðvikudagsæfinguna en það væri gott ef þið mynduð láta vita strax ef þið komist ekki á laugardaginn!!
Þessi vika verður því svona:
Mánud. Frí
Þriðjud. Æfing inni í Kaplakrika 15-16.
Miðvikud. Æfing inni í Risa 15-16
Fimmtud. Markmannsæfing
Föstudag. Æfing inni í Risa 15-16.
Laugard. Leikir hjá öllum liðum í faxanum.
sunnud. Frí
Þetta verður svo trix vikunnar. Er einhver sem getur gert þetta?
No comments:
Post a Comment