Tuesday, October 2, 2012

Vikan+Foreldrafundur í næstu viku

Sælar stelpur,

Vikan verður svona:
Þriðjud. Æfing inni í Kaplakrika 15:00-16:00. Muna innanhúsföt (stuttbuxur og skó) Skylda að mæta í skóm.
Miðvikud. Æfing inni í Risa 15:00-16:00
Fimmtud. Frí
Föstud. Æfing inni í Risa 15:0-16:00

Ég hef svo skráð okkur til leiks í Keflavíkurmótinu sem mun fara fram 10.nóvember eftir hádegi.

Einnig eru æfingaleikir á næstunni sem og Faxaflóamótið. Þannig það er nóg um að vera í mánuðinum og því er það tilvalið að mæta af krafti á æfingar og leggja sig 150% fram á þeim.

Smá breyting á foreldrafundinum þar sem að Kaplasalur var ekki laus. Fundurinn verður á þriðjudaginn 9.okt kl 18:30. Vona að þetta verði ekki vesen.

kveðja,

Þjálfarar

1 comment:

  1. Ég er lasin svo ég kem hvorki á æfingu í dag né á morgun. Kveðja Sóley

    ReplyDelete