Wednesday, March 7, 2012

Allir að lesa!

Sæl foreldrar og forráðamenn knattspyrnuiðkenda yngri flokka FH

Þann 1. mars opnast fyrir skráningu í Nora fyrir sumarönnina. Til að geta sett endurgreiðsluna úr Íbúagáttinni frá því í október inn í kerfið þurftum við að forskrá alla á „námskeið sumarönn“. Þið farið því bara inn í Nora og veljið sumarönn og gangið frá greiðslu þar inni. 
Gjöldin fyrir þá sem voru skráðir í Íbúagáttina er eftirfarandi:
Sumarönnin er frá 1. apríl til 30. september. 
Nauðsynlegt er að ganga frá greiðslu fyrir þann 17. mars næstkomandi.
Tvenns konar greiðslumöguleikar í boði:
Hægt er að ganga frá greiðslu með kreditkorti inn í Nora og dreifa greiðslum á allt að sex skipti. Þegar greiðslan hefur gengið í gegn hjá Nora þá fáið þið sendan tölvupóst út úr kerfinu

Einnig má leggja inn á reikning BUR. Reikningsnúmerið er 0140-26-060100 kt. 570706-0120. Svo skal senda kvittun á skraning@fh.is í gegnum heimabankann. Þegar kvittunin hefur borist til barna- og unglingaráðs verður greiðslan bókuð inn í kerfið.
Ef einhverjar spurningar eru eða þið lendið í vandræðum þá endilega hafið samband.
Með bestu kveðju
Helgi Halldórsson, formaður BUR – helgih@fh.is
Thelma Jónsdóttir, gjaldkeri BUR - thelma@fh.is
Þórður Bjarnadson, ritari BUR – toti@fh.is




4 comments:

  1. Ég gerði kvöldæfingarnar :)

    ReplyDelete
  2. Vel gert Kolbrún :)

    ReplyDelete
  3. ég komst ekki á miðvikudagsæfinguna vegna þess að ég var með hálsbólgu ):

    ReplyDelete
  4. er illt í bakinu og fótunum og get ekki hlaupið kemst ekki á æfingu :(

    ReplyDelete