10 knattspyrnuráð Margrétar Láru
- Setja sér há markmið og vinna hart að því að ná þeim.
- Byggja upp gott og mikið sjálfstraust. Hafa trú á sjálfum sér og láta aldrei neikvætt umtal draga sig niður.
- Setja íþróttina í forgang. Fótbolti númer eitt, tvö og þrjú.
- Mæta á æfingu til þess að bæta sig og leggja sig alltaf 110% fram.
- Æfa aukalega. Mikilvægt að æfa vel. Styrkja enn betur þá þætti sem maður er góður í og fækka veikleikum sínum.
- Hafa gaman af því sem maður er að gera. Það á að vera það skemmtilegasta sem maður gerir - að æfa og spila.
- Mikilvægt að umgangast góða vini og fjölskylduna, þau standa við bakið á manni bæði þegar vel gengur og illa.
- Stunda hugarþjálfun þegar góður tími gefst. Leggjast upp í rúm með góða tónlist og sjá fyrir sér andstæðingin sinn og hvernig maður ætlar að bregðast við ákveðnum aðstæðum sem geta komið upp í leik eða á æfingu.
- Setja rétt bensín á vélina. Það er að segja hugsa um mataræðið, borða hollan og næringaríkan mat.
- Mikilvægt að fá nægan svefn. Ekkert er verra en að mæta þreyttur á æfingu.
Það má alveg prenta þetta út og setja upp á vegg í herberginu ykkar. Á öðrum miða getið þið svo skrifað niður markmiðin ykkar. Hvað þið ætlið að ná langt í fótboltanum, hvað þið ætlið að bæta fyrir Íslandsmótið. Tölum betur saman um þetta á æfingunni á morgun (mánudag)
kv,
Þjálfarar
Kemmst ekki á æfingu í dag er veik :((
ReplyDeleteég komst ekki á æfingu í dag ég var veik :O
ReplyDelete