Laugardaginn 23. mars - mánudagsins 25. mars (pálmasunnudagshelgina) verður Coerver coaching knattspyrnuskóli í Risanum Kaplakrika. Coerver-coaching er í fararbroddi í knattspyrnuþjálfun og rekur knattspyrnuskóla víða um heim fyrir börn og unglinga ásamt fræðslu fyrir knattspyrnuþjálfara. Einnig hafa þeir unnið náið með mörgum af stærstu knattspyrnuliðum í heimi s.s. Bayern Munchen, Real Madrid, Arsenal, Liverpool ofl. Aðalþjálfari Manchester United, Rene Meulensteen, segir um coerver-coaching: "I was appointed by Sir Alex Ferguson as Technical Coach of Manchester United because I was a Coerver® Coach. He and I feel that the Coerver® Coaching program is the top way of teaching technical skills." Hægt er að sjá meira um Coerver® Coaching á coerver.is og coerver.co.uk.
Námskeiðið er fyrir stúlkur og drengi í 3. - 6. flokki. 5. og 6. flokkur verða kl. 9-12 en 3. og 4. flokkur kl. 13-16 laugardag, sunnudag og mánudag. Námskeiðinu stjórna Brad Douglass og Heiðar Þorleifsson. Brad Douglass er fræðslustjóri Coerver Coaching og hefur starfað í 30 löndum út um allan heim og með mörgum af stærstu félögum veraldar s.s. AC Milan og Bayern Munhcen. Heiðar er yfirþjálfari og stjórnandi Coerver Cocahing á Íslandi og einn reyndasti barna og unglingaþjálfari landsins.
Námskeiðið er fyrir stúlkur og drengi í 3. - 6. flokki. 5. og 6. flokkur verða kl. 9-12 en 3. og 4. flokkur kl. 13-16 laugardag, sunnudag og mánudag. Námskeiðinu stjórna Brad Douglass og Heiðar Þorleifsson. Brad Douglass er fræðslustjóri Coerver Coaching og hefur starfað í 30 löndum út um allan heim og með mörgum af stærstu félögum veraldar s.s. AC Milan og Bayern Munhcen. Heiðar er yfirþjálfari og stjórnandi Coerver Cocahing á Íslandi og einn reyndasti barna og unglingaþjálfari landsins.
Við hvetjum sem flesta til að skrá sig á þetta námskeið.
No comments:
Post a Comment