Sunday, July 29, 2012

Næstu dagar

Sælar stelpur,

Við munum æfa á mánudag,þriðjudag og miðvikudag frá kl 11:00-12:30 upp á efsta grasi.

Síðan munum við gefa frí frá og með 2.ágúst til 6.ágúst. Næsta æfing er því þriðjudaginn 7.ágúst.

Verið duglegar að æfa ykkur sjálfar í fríinu.

Næstu leikir eru 15.ágúst.

kv,

Þjálfarar

Friday, July 13, 2012

Plan og frí

Sælar stúlkur og foreldrar

Við munum gefa frá frá og með 19.júlí til 24.júlí. Við mun því æfa næsta mánudag, þriðjud. og miðvikud. frá kl 11:00-12:30 eins og við höfum verið að gera í sumar.

Leikjunum verður frestað.

Eftir 24.júlí munum við halda áfram að æfa og taka litla pásu. Að sjálfsögðu vitum við að margar eru að fara í frí á þessum tíma en við viljum halda æfingum fyrir þær sem eru ekki út úr bænum.

Sigmundína mun sjá um æfingarnar í næstu viku þar sem ég er að fara til Svíþjóðar með 4.fl á Gothia.

Ef það er eitthvað þá bendi ég ykkur á að senda mér mail eða tala við Sigmundínu.

kveðja,

Kári Freyr

Sunday, July 8, 2012

Næsta vika

Sælar dömur,


Foreldrar og leikmenn athugið!
Leikirnir gegn Víking sem áttu að vera næsta miðvikudag (18.júlí) verður frestað. Líkleg dagsetning er 17.ágúst. 


Vikan verður svona:

Mánud. Leikir hjá A,B,C og D1 gegn Stjörnunni á Stjörnuvelli. A og C spila klukkan 16:00 en B og D kl 16:50. Eitthvað er um forföll en liðin eru komin inn á facebook-síðuna okkar. Mæting 35 mín fyrir leik. Ath engin æfing.

Þriðjud. Æfing 11:00-12:30 upp á krika.
Leikur hjá D2 gegn Fylki á Fylkisvellinum. Leikurinn hefst kl 16:00. Mæting 35 mín fyrir leik.
Sara Mist Ingvarsdóttir Svendsen (C)-Kristín Bjarna-Andrea Mist-Selma Dröfn-Elín Birta- Lovísa María Hermannsdóttir- Hanna Árný-Aníta Eir-Andrea (6.fl)-Arna (6.fl) Áróra (6.fl)-

Miðvikud. Æfing 11:00-12:30 upp á krika.

Fimmtud. Frí

Föstud. Æfing 11:00-12:30. Leikmannagleði eftir æfingu. Nánar auglýst síðar í vikunni.


kveðja,

Þjálfarar


Svo eru skilaboð frá BUR.


Kæru foreldrar og forráðamenn

Við minnum alla á að skrá börnin sín í Íbúagátt Hafnarfjarðar sem er opin til 15. júlí. Íbúagáttin er á vef Hafnarfjarðar: www.hafnarfjordur.is
Aðeins þeir sem skrá barn sitt í Íbúagátt Hafnarfjarðar fá hluta æfingargjalds endurgreitt í formi niðurgreiðslu á næstu æfingargjöldum.
Einnig viljum við hvetja alla til að skoða Facebook síðu yngri flokkana en þar má finna fjölmargar skemmtilegar myndir frá mótum sumarsins. http://www.facebook.com/FHfotbolti
Sumarkveðja frá Barna- og unglingaráði