Saturday, March 31, 2012

Páskaæfingar

Sælar stúlkur,

Hér er liðið sem vann páskamótið á þriðjudaginn.

Efri röð frá vinstri: Þórdís-Mist-Koldís
Neðri röð frá vinstri:Fanney,Aníta,Úlfa
Neðst: Helena Ósk

Karólína Lea vann vítakeppnina. Hér er hún með Sigrúnu til vinstri og Kristínu Fjólu sem lenti í 2.sæti.






Í páskafríinu
Gera kvöldæfingar á kvöldin (minnsta kosti 3 kvöld)
Halda á lofti (Minnsta kosti 2 daga)
Plata mömmu,pabba,systkini eða vinkonur/vini út í fótbolta (minnsta kosti 1 dag)

Munið aukaæfingin skapar meistarann ;)

Eftir páska
Næsta æfing eftir páska er miðvikudaginn 11. apríl.

Miðvikud. 15-16 í Risanum
Föstudag 15-16 í Risanum
Laugard. Flöskusöfnun
Sunnud. Leikir gegn Haukum í A,B,C,D.

Búið er að velja FH-ing mars mánaðar og það er engin önnur en Embla Jóns. Embla hefur tekið ótrúlega miklum framförum á seinustu vikum og maður sér greinilega að hún er að æfa sig aukalega heima.

Embla Jónsdóttir í hitabylgjunni í Krikanum



kv,
Þjálfarar


Saturday, March 24, 2012

Næsta vika + fatnaður

Sælar stelpur,

ATH það er engin æfing á morgun (sunnudag).

Vikan verður hefðbundin.
Mánud. 15-16 og 16-17 í Bjarkarsalnum
Miðvikud. 15-16 í Risanum
Föstud. 15-16 í Risanum.

Það verður dósasöfnun 14.apríl. sjá nánar hér til vinstri
<<<<<-------------------------------------------

Framvegis munu allar upplýsingar og skilaboð frá BUR og foreldraráði koma hér vinstra meginn. Fylgist því vel með og látið mömmu eða pabba vita.

Það er svo komin ný könnun.
-------------------------------------------->>>>

kv,
Þjálfarar

Thursday, March 22, 2012

Leikir og æfing um helgina

Sælar stúlkur,

Minnum á æfinguna á föstudaginn frá kl 15-16 í Risanum.

Um helgina er D2 að fara spila og ætlum við að hafa æfingu á sama tíma og D2 er að spila.

Leikurinn hefst kl 11:30 og er því mæting kl 11:00 upp á gervigrasið í Kaplakrika. Æfingin hjá hinum hefst kl 11:30-13:00 upp á gervigrasi.

Einungis stelpur sem hefur verið skráð inn í Nóra-kerfið er hægt að velja til að spila á laugardaginn. Þær sem eiga eftir að skrá sig endilega farið á þessa síðu http://www.fh.is/nori og skrá sig. Látið foreldra ykkar vita af þessu ef þið eruð ekki viss hverjar eru búnar að skrá sig.

Hópurinn sem á að mæta að keppa á laugardaginn.

Snædís-Kristín Bjarna-Aníta Rós-Ásta Bína-Hafrún - Erla Írena-Lilja-Salka-Mist + munu einhverjar 6.fl stelpur koma og bjarga okkur strax eftir æfinguna hjá þeim.

Eins og þið sjáið þá eru bara 7 skráðar til leiks en ég býst nú við því að einhverjar klári skráningu sína inn í Nóra-kerfið og þá get ég bætt þeim inn í liðin.

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá getið þið bjallað í s. 691-6282 eða sent e-mail á doddason@gmail.com

kv,

Þjálfarar

Sunday, March 18, 2012

10 ráð frá Margréti Láru

10 knattspyrnuráð Margrétar Láru


  1. Setja sér há markmið og vinna hart að því að ná þeim.
  2. Byggja upp gott og mikið sjálfstraust. Hafa trú á sjálfum sér og láta aldrei neikvætt umtal draga sig niður.
  3. Setja íþróttina í forgang. Fótbolti númer eitt, tvö og þrjú.
  4. Mæta á æfingu til þess að bæta sig og leggja sig alltaf 110% fram.
  5. Æfa aukalega. Mikilvægt að æfa vel. Styrkja enn betur þá þætti sem maður er góður í og fækka veikleikum sínum.
  6. Hafa gaman af því sem maður er að gera. Það á að vera það skemmtilegasta sem maður gerir - að æfa og spila.
  7. Mikilvægt að umgangast góða vini og fjölskylduna, þau standa við bakið á manni bæði þegar vel gengur og illa.
  8. Stunda hugarþjálfun þegar góður tími gefst. Leggjast upp í rúm með góða tónlist og sjá fyrir sér andstæðingin sinn og hvernig maður ætlar að bregðast við ákveðnum aðstæðum sem geta komið upp í leik eða á æfingu.
  9. Setja rétt bensín á vélina. Það er að segja hugsa um mataræðið, borða hollan og næringaríkan mat.
  10. Mikilvægt að fá nægan svefn. Ekkert er verra en að mæta þreyttur á æfingu.

Það má alveg prenta þetta út og setja upp á vegg í herberginu ykkar. Á öðrum miða getið þið svo skrifað niður markmiðin ykkar. Hvað þið ætlið að ná langt í fótboltanum, hvað þið ætlið að bæta fyrir Íslandsmótið. Tölum betur saman um þetta á æfingunni á morgun (mánudag)

kv,
Þjálfarar

Saturday, March 17, 2012

Helgarfrí, næsta æfing á mánudag.

Sælar stelpur,

Við ætlum að gefa helgarfrí. Næstu helgar munu vera pakkaðar af leikjum í faxanum þannig nýtið tíman með fjölskyldunni eða taka smá aukaæfingar. Henda mömmu í markið, pabba í vörnina og svo bara mót. :)

sjáumst á mánudaginn.

kv,

Þjálfarar

Saturday, March 10, 2012

Næsta vika

Sælar stelpur,

fín æfing í dag. Bara 28 stelpur mætta en margar búnar að láta vita. Munið að láta vita stelpur ef þið komist ekki á æfingu.

Næsta vika lítur svona út:
Mánud: Æfing 15-16 og 16-17 í Bjarkarsalnum
Miðvikud: Æfing í Risanum 15-16
Föstud: Æfing í Risanum 15-16
Helgin: Væntanlega leikir í faxanum.

Munið engin æfing á morgun (sunnudag)

En í dag var haldin keppni þar sem ítölsk lið voru í aðalhlutverki. Því miður klikkaði myndavélin þannig að lið Juventus á inni mynd hjá mér.

Inter Milan

Roma

AC Milan

Hellas Verona

Svo er hér myndin af FH-ingi febrúarmánaðar.
Sóley Eva

Sjáumst á mánudaginn.
kv,
Þjálfarar


Thursday, March 8, 2012

Smá breyting og myndir

Sælar stúlkur,

Æfingin á morgun (föstudag) verður ekki en í stað hennar æfum við á laugardaginn kl 11:30-13:00 inni í Risa.
Gefum svo frí á sunnudaginn því það er snjór á Ásvöllum.

Sóley var valin FH-ingur febrúarmánuðar en mynd af henni kemur síðar. Smá tæknilegir örðuleikar :)

Leikurinn hjá D2 fer fram 24.mars. Fórum aðeins fram úr okkur.

Á leikjunum gegn Breiðablik á þriðjudaginn voru teknar fullt af flottum myndum af okkur. Eva Björk, ljósmyndari hjá uppáhaldssíðunni minni, Fotbolti.net er nú búin að setja þær inn og þið getið skoðað þær á www.fotbolti.net.

Þetta er í þremur albúmum og hér koma þau.

1)
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=122662

2)
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=122661

3)
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=122660

Þessi er t.d. mjöööög góð :)


Við sjáumst svo á æfingunni á laugardaginn kl 11:30 inni í Risanum. Vinsamlegast látið þetta ganga!


kv
Þjálfarar

Wednesday, March 7, 2012

Allir að lesa!

Sæl foreldrar og forráðamenn knattspyrnuiðkenda yngri flokka FH

Þann 1. mars opnast fyrir skráningu í Nora fyrir sumarönnina. Til að geta sett endurgreiðsluna úr Íbúagáttinni frá því í október inn í kerfið þurftum við að forskrá alla á „námskeið sumarönn“. Þið farið því bara inn í Nora og veljið sumarönn og gangið frá greiðslu þar inni. 
Gjöldin fyrir þá sem voru skráðir í Íbúagáttina er eftirfarandi:
Sumarönnin er frá 1. apríl til 30. september. 
Nauðsynlegt er að ganga frá greiðslu fyrir þann 17. mars næstkomandi.
Tvenns konar greiðslumöguleikar í boði:
Hægt er að ganga frá greiðslu með kreditkorti inn í Nora og dreifa greiðslum á allt að sex skipti. Þegar greiðslan hefur gengið í gegn hjá Nora þá fáið þið sendan tölvupóst út úr kerfinu

Einnig má leggja inn á reikning BUR. Reikningsnúmerið er 0140-26-060100 kt. 570706-0120. Svo skal senda kvittun á skraning@fh.is í gegnum heimabankann. Þegar kvittunin hefur borist til barna- og unglingaráðs verður greiðslan bókuð inn í kerfið.
Ef einhverjar spurningar eru eða þið lendið í vandræðum þá endilega hafið samband.
Með bestu kveðju
Helgi Halldórsson, formaður BUR – helgih@fh.is
Thelma Jónsdóttir, gjaldkeri BUR - thelma@fh.is
Þórður Bjarnadson, ritari BUR – toti@fh.is




Monday, March 5, 2012

Leikir gegn Breiðablik - Allar að skoða!

Sælar stelpur,

Það var búið að breyta leikjunum gegn Breiðablik og þeir fara fram á morgun!

A- og C-lið eiga að mæta klukkan 15:15 inn í andyrið í Kórnum en leikirnir fara fram á gervigrasinu þar fyrir utan. Leikir A og C hefjast klukkan 16:00.
B- og D-liðið eiga að mæta klukkan 16:00 á gervigrasvöllinn hjá Kórnum. Leikir B og D hefjast kl 16:50.
Allir leikmenn eiga að mæta vel undirbúnir, með legghlífar, vel pússaða skó og búninga þær sem eiga. Komiði vel klæddar því það er auðveldara að fara þá bara úr flíkunum.

A-lið
Aníta-Guðný-Saga-Karólína-Helena-Aþena(f)-Þórdís-Kristín Fjóla-Bjarkey

B-liðSara L'orange-Helga-Sigrún-Gunnhildur-Andrea-Fanney-Kristín Jörg-Diljá Ýr-Embla Jóns (f)

C-lið
Yrsa(f)-Valgerður-María Jóa-Diljá Sig-Telma-Koldís-Þórey-Rósa-Sigga-Sunna

D-lið
Hafrún-Sóley-Diljá Birna-Salka-Úlfa(f)-Petra-Eygerður-Kolbrún-Jenný-Guðrún Elín

D2-liðið keppir svo á laugardaginn gegn Reyni/Víði upp í krika.

Gríðarlega mikilvægt er að láta vita ef þið komist ekki að keppa. Best væri að fá sms í síma 691-6282 eða setja það inn á bloggið hérna.

kv,

Þjálfarar

Vikan

Sælar stelpur,

Vikan lítur svona út:
Mánud 15-16 og 16-17 í Bjarkarsalnum + FH-ingur mánaðarins valinn.
Miðvikud. 15-16 í Risanum
Föstud. 15-16 í Risanum
Helgin: Fyrstu leikir í faxanum

Thursday, March 1, 2012

Helgarfrí, engin æfing á morgun

Sælar stelpur,

Æfingin á föstudaginn fellur niður vegna jarðarfarar.

Næsta æfing er á mánudaginn inni í Bjarkarsal.

látið berast.

kv,

Þjálfarar