Monday, November 26, 2012

26.nóv - 02.des

Sælar stelpur,

Eins og allar eiga að vita þá er hald á lofti test þessa vikuna sem þið eigið svo að skila á föstudaginn næstkomandi. Ef þið hafið ekki fengið miða þá getið þið fengið þá á facebook síðunni okkar eða bara búið til sjálfar. Þið þurfið þá að skrá hvað þið náið mest á hverjum degi að halda á lofti og láta einhvern fullorðin kvitta undir. Þið setjið ykkur markmið og ef 70% eða meira af ykkur nær markmiðunum þá munum við gera eitthvað skemmtilegt á næstunni. :) Allar að vera duglegar. Ef þið eruð í einhverjum vandræðum þá get ég líka sent á foreldra ykkar svona miða. Doddason@gmail.com

Við munum halda leikmannafund í þar næstu viku. Þá munum við aðeins fara yfir hvernig fyrri partur vetrarins er búinn að fara og fara aðeins í nokkur mál.

Vikan verður svona:

Mánud. Frí
Þriðjud. Æfing inni í Kaplakrika 15-16.
Miðvikud. Æfing inni í Risa 15-16
Fimmtud. Markmannsæfing!
Föstud. Æfing inni í Risa 15-16
Laugard. Einhverjar kannski að spila með 4.fl. (engin tækniæfing)
Sunnud. Hugsanlega æfing. Það gæti verið að við munum leyfa ykkur að jólast.

Þessar unnu vítaspyrnukeppnirnar á æfingunni á miðvikudaginn :) Birna Vala - Petra- Valgerður- Ylfa


kveðja,

Þjálfarar

No comments:

Post a Comment